Pælingin á bak við Chicago-nafnið

Þó svo stjörnurnar kunni stundum að velja óvenjuleg nöfn fyrir …
Þó svo stjörnurnar kunni stundum að velja óvenjuleg nöfn fyrir börnin sín, enda engin mannanafnanefnd að hafa áhrif á ákvarðanir þeirra, geta þær ákvarðanir verið þeim jafnflóknar og okkur hinum sem ekki komast í sviðsljósið. AFP

Hin nafntogaða Kim Kardashian West valdi býsna sérstök nöfn á börnin sín þrjú; Saint, North og Chicago. Fólk hefur haft sínar skoðanir á nöfnunum óvenjulegu enda hafa þau skýra merkingu á ensku; Dýrlingur, Norður en Chicago er hins vegar nafn á bandarískri stórborg, kannski eins og ef íslensk stúlka yrði nefnd Þorlákshöfn.

Svo virðist sem hún hafi einmitt verið í mestum vafa með nafnið á yngstu dótturinni og kallar hana því einfaldlega Chi núna en nafnið þýðir hins vegar lífskraftur á kínversku og það orð oft notað um þann kraft í enskri tungu.

Chicago West er algert krútt, eins og hún á kyn …
Chicago West er algert krútt, eins og hún á kyn til, og mun geta ráðið því sjálf þegar hún vex úr grasi hvort hún kalli sjálfa sig Chi eða fullu nafni. mbl.is/skjáskot/

Ræður hvort hún noti styttri útgáfuna eða fullt nafn þegar hún eldist

Hún segir að sér finnist Chicago vera of langt og að flæðið í því sé ekki nógu mikið og því kalli hún hana Chi. Sú stutta geti svo ákveðið síðar hvort hún vilji sjálf vera kölluð Chicago eða Chi.

Kim sem er þriggja barna móðir hefur sagt að henni hafi fundist erfitt að finna nafn fyrir þriðja barnið sitt og viðurkenndi að hún og eiginmaðurinn Kanye West hafi oft rifist um nöfn barnanna.

Þegar þriðja barnið þeirra fæddist höfðu þau ekki hugmynd um hvað þau ættu að nefna það. „Það var erfiðasta ákvörðun mín fram að því og ég gat bara ekki valið nafn meðan á meðgöngunni stóð.

Kim Kardashian og Kanye West völdu nafn Chicago saman en …
Kim Kardashian og Kanye West völdu nafn Chicago saman en það er vísun í heimabæ West og mömmu hans sem er látin. Ljósmynd/Dimitrios Kambouris

Þegar Chicago kom í heiminn er sagt að Kanye hafi stungið upp á nafninu og að Kim hafi strax verið hrifin af hugmyndinni að nafninu þó svo hún hafi velkst fyrir henni. Merkingin á bak við Chicago hins vegar af tilfinningalegum toga því hún vildi minnast tengdamóður sinnar sálugu með nafninu og heimabæjar eiginmannsins.

Parið var því sammála um að nafnið væri rétta nafnið fyrir dóttur þeirra en þó virðist sem ákvörðunin hafi flækst fyrir Kim síðar þar sem hún ákvað að kalla hana Chi þó svo að nafnið Chicago standi á pappírum.

💕 Chi 💕 Noel 💕

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Jul 2, 2018 at 9:37am PDT

Heimild:Mummypages.is

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert