Á von á barni 41 árs

Sienna Miller.
Sienna Miller. Tolga Akmen / AFP

Leikkonan Sienna Miller á von á barni með kærasta sínum, Oli Green. Parið opinberaði samband sitt snemma á síðasta ári þegar þau mættu hönd í hönd í Óskarspartí hjá Vanity Fair í febrúar. Miller er 15 árum eldri en Green. 

Miller, 41 árs, hefur ekki greint opinberlega frá óléttunni, en samkvæmt mynd­um sem birt­ust ný­verið af leik­kon­unni á síðum DailyMail, þá sést glitta í mynd­ar­lega óléttu­kúlu. Miller er stödd í fríi á Ibiza.

Fyrir á leikkonan dótturina Marlowe, 10 ára, með fyrrverandi kærasta sínum, Tom Sturridge. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka