Katrín Edda opinberar kynið

Katrín Edda Þorsteinsdóttir á von á sínu öðru barni.
Katrín Edda Þorsteinsdóttir á von á sínu öðru barni. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og áhrifavaldur, tilkynnti í apríl síðastliðnum að hún ætti von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum, Markus Wasserbaech.

Katrín Edda og Markus eignuðust sitt fyrsta barn, dótturina Elísu Eyþóru, í desember 2022. Þegar Katrín Edda var gengin um 20 vikur á leið fór hún í einlægt viðtal á fjölskylduvef mbl.is þar sem hún sagði frá aðdraganda þungunarinnar.

Notuðu reykstöng til að tilkynna kynið

Hjónin opinberuðu kyn barnsins á samfélagsmiðlum í gær þar sem þau birtu myndskeið úr kynjaveislu. Fjölskyldan stendur fyrir framan blöðruboga með bleikum og bláum blöðrum, en Markus heldur á reykstöng sem gefur til kynna að þau eigi von á dreng með bláum reyk.

Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

View this post on Instagram

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert