Krista Ketó fékk snemmbúna jólagjöf

Krista Ketó hefur til mikils að hlakka árið 2024.
Krista Ketó hefur til mikils að hlakka árið 2024. Samsett mynd

María Krista Hreiðarsdóttir, oft kölluð Krista Ketó, fékk snemmbúna jólagjöf í ár, en dóttir hennar Mekkín Barkardóttir og sambýlismaður hennar, Arnar Bender, eiga von á sínu þriðja barni og fyrsta dreng.

Amman opinberaði gleðitíðindin á Instagram-reikningi sínum á dögunum og sagði einnig frá því að lítil voffastelpa væri væntanleg hjá syni hennar og kærustu í Svíþjóð. 

„Það er fátt sem toppar svona dásamlegar fréttir, ríkidæmið okkar Börra. Einn lítill gaur á leiðinni hjá Mekkín og Arnari. Litla veislan. Svo er lítil sænsk voffastelpa að bætast við í Uppsölum hjá Nóa og Söru. Lífið er ljúft. Vitið þið hvað það er búið að vera erfitt að hrópa ekki fréttirnar um allt,“ skrifaði Krista Ketó við færsluna, enda gerast gjafirnar ekki betri en þetta.

View this post on Instagram

A post shared by M E K K Í N (@mekkinb)mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert