Tvítugur sonur Barker öfundsjúkur út í nýja barnið

Landon Barker er líkur föður sínum.
Landon Barker er líkur föður sínum. Samsett mynd

Einhver öfundsýki virðist vera hjá Landon Barker, eldri syni trommuleikarans Travis Barker, út í nýfæddan bróður sinn, Rocky Thirteen. Hinn tvítugi Barker viðurkenndi í útvarpsviðtali að hafa hvorki haldið á drengnum né hjálpað föður sínum og stjúpmóður, Kourtney Kardashian, með nýburann frá því hann kom í heiminn hinn 1. nóvember síðastliðinn.

Barker, sem ætlar að feta í fótspor föður síns og reyna fyrir sér í tónlistinni, mætti í útvarpsþátt Jess Lucero á TikTok Radio og ræddi meðal annars um nýja fjölskyldumeðliminn. Barker sagðist hafa vonast eftir lítilli stúlku þar sem hann hefði helst viljað vera eini Barker-strákurinn í fjölskyldunni.  

Rocky Thirteen er fyrsta barn Blink-182 trommuleikarans og Kardashian. Fyr­ir á hún þrjú börn með Scott Disick, Reign, Ma­son og Penelope, en Barker á soninn Landon og dótturina Ala­bömu með Shönnu Moakler. 

Kar­dashi­an og Bar­ker gengu í það heil­aga á síðasta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert