Birnir og Vaka gáfu dótturinni nafn

Birnir Sigurðarson og Vaka Njálsdóttir eignuðust dóttur í nóvember síðastliðnum.
Birnir Sigurðarson og Vaka Njálsdóttir eignuðust dóttur í nóvember síðastliðnum. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Birnir Sigurðarson og Vaka Njálsdóttir, sem vinnur í viðskiptaþróun fyrir Nova, eignuðust sitt fyrsta barn 2. nóvember síðastliðinn. Nú hafa þau gefið stúlkunni nafn. 

Nýbökuðu foreldrarnir greindu frá nafninu á samfélagsmiðlum, en stúlkan heitir Gróa Birnisdóttir. Í færslunni má sjá fallegar myndir af fjölskyldunni í kirkjunni, en einnig stutt myndband af tónlistarkonunni Guðrúnu Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttur, betur þekkt sem GDRN, taka hugljúft lag í veislunni.

Á undanförnum árum hefur Birnir verið áberandi í tónlistarsenu landsins og hefur gefið út ófáa smellina frá árinu 2016. Vaka sér um fríðindaklúbbinn og Nova-appið hjá símafyrirtækinu. Þau voru gestir í Betri helmingnum með Ása en hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is.

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju með nafnið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert