Meryl Streep mætti með börnin á galakvöld

Bandaríska leikkonan Meryl Streep brosti blítt á rauða dreglinum.
Bandaríska leikkonan Meryl Streep brosti blítt á rauða dreglinum. AFP

Meryl Streep, sá leikari sem hefur hlotið flestar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna, gekk rauða dregilinn á viðburði Academy Museum Gala í Los Angeles á sunnudag ásamt fjórum uppkomnum börnum sínum. Streep stillti sér stolt upp fyrir ljósmyndara ásamt börnunum.

Streep, 74 ára, á soninn Henry Wolfe og dæturnar Mamie, Grace og og Louisu með eiginmanni sínum til 45 ára, myndhöggvaranum Don Gummer. Börnin eru á aldursbilinu 32 til 44 ára og er sonur hjónanna elstur. 

Þær fréttir bárust nýverið að Streep og Gummer væru skilin að skiptum en ekki búin að sækja um lögskilnað. Bandarískir fjölmiðlar höfðu greint frá því að ekki væru allt með felldu í hjónabandinu en þau Streep og Gummer höfðu ekki sést opinberlega saman síðan á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2018. Eru þau sögð hafa lifað aðskildum lífum síðastliðin sex ár.

Dætur Streep hafa fetað í fótspor móður sinnar og eru allar áhugasamar um leiklist en sonur hennar hefur sinnt lagasmíðum síðustu ár. 

Meryl Streep ásamt dætrum sínum, Grace, Mamie og Louisu.
Meryl Streep ásamt dætrum sínum, Grace, Mamie og Louisu. AFP
Leikkonan stillti upp ásamt börnum sínum, en makar Grace Gummer, …
Leikkonan stillti upp ásamt börnum sínum, en makar Grace Gummer, tónlistarmaðurinn Mark Ronson, og Henry Wolfe, Tamryn Storkm Hawker, mættu einnig. FRAZER HARRISON
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert