Hvernig á að forðast deilur um jólin?

Jólin geta reynt á fjölskyldumeðlimi og valdið óþarfa streitu.
Jólin geta reynt á fjölskyldumeðlimi og valdið óþarfa streitu. Úr safni.

Það eru ekki allir jafnlánsamir með fjölskyldu og stundum geta jólin reynt mjög á samskiptin á milli fjölskyldumeðlima. Sálfræðingar eru sammála um að mikilvægt sé að setja sér mörk þegar kemur að samskiptum.

„Það er mikilvægt að nota hvert tækifæri til þess að koma á skýrum mörkum og skilgreina vel væntingarnar sem maður hefur. Ég trúi því að ef maður gerir það með góðum fyrirvara þá sé mögulegt að koma í veg fyrir núning á jólunum,“ segir Michael Scott sálfræðingur í viðtali við WTKR.

„Að setja sér mörk snýst ekki um það að segja öðrum hvað þeir mega og mega ekki gera. Þetta snýst um að viðurkenna að þú sért reiðubúinn að umbera ákveðið mikið og ef farið er yfir þau mörk þá þarftu að draga þig úr aðstæðunum. Þetta snýst um þig og hvaða stjórn þú getur haft á þig í ákveðnum aðstæðum.“

„Fyrir heimsóknir er gott að vera búin að ræða væntingar fyrirfram og hvernig þú vilt hafa samskiptin. Ég er líka talsmaður þess að sýna umburðalyndi og þolinmæði þar til allt um þrýtur.“

„Ef þú finnur að spennan er byrjuð að magnast þá er gott að vera tilbúinn með setningar sem geta dregið úr spennunni og beint athyglinni annað eins og „Þurfum við ekki að hella upp á meira kaffi?“.

„Þá má ekki gleyma því að áfengi getur magnað upp öll átök og rifrildi og því er gott að halda neyslu áfengis í algjöru lágmarki ef spennan á heimilinu er mikil. Ef þú ert alls gáður þá geturðu betur haft stjórn á orðum þínum og tilfinningum og virt eigin mörk betur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert