Bergþór var mjúki pabbinn og Snorri eignaðist Má

Þetta eru pabbaviðtölin sem slógu í gegn árið 2023!
Þetta eru pabbaviðtölin sem slógu í gegn árið 2023! Samsett mynd

Margir frábærir pabbar mættu í viðtal á árinu. Þar sögðu þeir frá föðurhlutverkinu og kom margt á óvart. 

Bergþór Ólason

Það sló rækilega í gegn þegar Bergþór Ólasonar, sem er þingmaður Miðflokksins, sýndi mjúku hliðina í pabbaviðtali á fjölskylduvef mbl.is í byrjun mars. Bergþór og sambýliskona hans Laufey Rún Ketilsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn saman í fyrra en fyrir á Bergþór dóttur á sjöunda ári.

Snorri Másson

Fjölmiðlamaðurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Snorri Másson vakti mikla lukku þegar hann opnaði sig um föðurhlutverkið í viðtali á fjölskylduvef mbl.is. Snorri eignaðist soninn Má með unnustu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi í sumar, en fyrir á Nadine son úr fyrra sambandi.

Marino Flóvent

Lesendur höfðu einnig mikinn áhuga á að skyggnast inn í fjölskylulíf ljósmuyndarans Marinós Flóvent. Hann og unnusta hans Ásta Marteinsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn saman snemma á nýársmorgun þann 1. janúar 2022, en fyrir á Ásta 13 ára dóttur.

Finnur Orri Margeirsson

Finnur Orri Margeirsson ræddi föðurhlutverkið á miðju fótboltatímabili í sumar sem vakti athygli margra, en hann spilar fótbolta í efstu deild með FH, rekur æfingastöðina GoMove á Kársnesinu ásamt eiginkonu sinni Indíönu Nönnu Jóhannsdóttur og starfar hjá Reitun við mat á sjálfbærnimálum fyrirtækja og fjárfesta. Saman eiga Finnur og Indíana tvo syni.

Allan Sigurðsson

Leikstjórinn Allan Sigurðsson vakti áhuga lesenda þegar hann ræddi um föðurhlutverkið í haust, en hann á tvo syni með sambýliskonu sinni Önnu Guðbjörgu Hólm. Allan segist vera umhyggjusamur faðir, vansvefta en þó alltaf í stemningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert