Lúxusinn fólst í að geyma fjölskylduna á almenningsfarrými

Dóttir parsins svaf á gólfi almenningsfarrýmis.
Dóttir parsins svaf á gólfi almenningsfarrýmis. Samsett mynd

TikTok-færsla breskrar móður hefur vakið hörð viðbrögð meðal netverja og þá sérstaklega foreldra. Myndskeiðið sýnir brotabrot frá 11 klukkustunda flugferð Ellis Cochlin og fjölskyldu hennar er þau ferðuðust frá París til Los Angeles. Cochlin flaug á fyrsta farrými á meðan sambýlismaður hennar og tíu mánaða gömul dóttir parsins eyddu fluginu á almenningsfarrými flugvélarinnar.

Cochlin lýsti flugupplifuninni á samfélagsmiðlinum og sagði hana hreint út sagt unaðslega. Hún útskýrði einnig að sambýlismaður sinn, Rob, hefði boðist til að sinna dóttur þeirra í fluginu og var það víst hluti af „push“ gjöfinni hennar, að upplifa barnlausa flugferð. 

Skiptar skoðanir meðal netverja

„Er ég hræðileg manneskja fyrir að fljúga á fyrsta farrými?“, spurði Cochlin í upphafi myndskeiðsins. Hún hélt áfram og útskýrði ástæðuna, sem var sú að sambýlismaður hennar og ungabarn sætu á almenningsfarrými. 

Miklar umræður sköpuðust í athugasemdarkerfinu og voru frekar skiptar skoðanir meðal netverja. Flestir voru sammála um að ákvörðun Cochlin hafi verið ósanngjörn og sjálfselsk en hún fékk þó stuðning frá nokkrum mæðrum.

TikTok-færslan sýnir einnig frá öllum lúxusnum sem Cochlin fékk að njóta á þessum 11 klukkustundum á fyrsta farrými.

@ellcochlin Am I horrible for leaving them both in economy?😭It was my only opportunity to have a baby free flight and I took it, what would you do? #flying #businessclass #longhaul #traveltiktok #luxurytravel ♬ original sound - A
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert