Högni og Snæfríður eiga von á barni

Högni Egilsson og Snæfríður Ingvarsdóttir eiga von á barni.
Högni Egilsson og Snæfríður Ingvarsdóttir eiga von á barni. mbl.is/Árni Sæberg

Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson og leikkonan Snæfríður Ingvarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Snæfríður birti myndskeið á Instagram af þeim Högna sprengja confetti-kynjasprengju. 

Högni og Snæfríður voru hvort með sína sprengjuna. Út kom bleikt confetti sem þýddi að parið ætti von á stúlku. Verðandi foreldrarnir voru að sjálfsögðu yfir sig ánægðir. 

Snæfríður átti afmæli í janúar og í afmælisfærslu á Instagram sagðist hún vera spennt fyrir nýjum ævintýrum á árinu. Foreldrahlutverkið verður án efa nýtt ævintýri á árinu. 

Fjölskylduvefur mbl.is óskar parinu innilega til hamingju með gleðitíðindin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert