Börn fræga fólksins í skemmtilegum öskudagsbúningum

Börn frægra Íslendinga tóku þátt í öskudeginum.
Börn frægra Íslendinga tóku þátt í öskudeginum. Samsett mynd

Öskudagurinn er uppáhaldsdagur barnanna. Þekktir Íslendingar klæddu börn sín í öskudagsbúninga og deildu myndum af börnum sínum í allra kvikinda líki. 

Öskubuska!

Förðun­ar­fræðing­ur­inn og áhrifa­vald­ur­inn Al­ex­andra Sif Nikulás­dótt­ir, oft­ast kölluð Ale Sif, deildi mynd af dóttur sinni í öskubuskubúningi. 

Krúttlegur api!

Tónlistarkonan Sigríður Thorlacius birt mynd af syni sínum sem var klæddur sem lítið apaskott. 

Mörg börn, margir búningar!

Ástrós Rut Sigurðardóttir, eig­andi versl­un­ar­inn­ar 4E, bauð upp á búningaveislu í tilefni öskudagsins. 

Börnin stilltu sér upp!

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fjögur börn. Hún birti öskudagsmynd af börnum sínum. 

Alveg eins!

Tón­list­armaður­inn Sverr­ir Berg­mann og lög­fræðing­ur­inn Krist­ín Eva Geirs­dótt­ir deildu mynd af dætrum sínum í eins búningum. 

Frozen-þema!

Áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir birt mynd af dóttur sinni sem persóna úr söngleiknum Frozen. 

Eitt stykki hafmeyja!

Hekldrottningin Elsa Harðardóttir birti mynd af dóttur sinni í hafmeyjubúningi með bleikt hár. 

Ofurhetjur!

Knatt­spyrnumaður­inn Garðar Gunn­laugs­son og Fann­ey Sandra Al­berts­dótt­ir, förðun­ar­fræðing­ur og einkaþjálf­ari, birtu mynd af sonum sínum í Batman-búningum. 

Stjörnustríð er fyrir alla!

Áhrifavaldurinn og verkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir birti mynd af dóttur sinni í búningi úr vinsælu kvikmyndasyrpunni Stjörnustríði. 

View this post on Instagram

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

Kvikmyndapersónur!

Söngkonan Stefanía Svavarsdóttir birti skemmtileg mynd af börnum sínum, en þau klæddu sig upp sem Marvel-ofurhetjan Iron Man og Elsa drottningin af Arendelle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert