Svipti hulunni af nöfnum tvíburanna

Swank ásamt eiginmanni sínum Philip Schneider.
Swank ásamt eiginmanni sínum Philip Schneider. Samsett mynd

Óskarsverðlaunaleikkonan Hilary Swank hefur svipt hulunni af nöfnum tvíbura sinna, rúmlega tíu mánuðum eftir fæðingu þeirra.

Leikkonan, sem þekktust er fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Million Dollar Baby, P.S. I Love You og Boys Don't Cry, fæddi í apríl á síðasta ári, dreng og stúlku, en hefur kosið að halda börnunum frá sviðsljósinu að mestu. Swank hefur birt örfáar myndir af tvíburunum á Instagram en sýnir aldrei andlit þeirra. 

Leikkonan birti færslu á Instagram í gærdag sem sýnir börnin á ströndinni. Myndin sýnir ekki andlit þeirra en nöfn tvíburanna, sem heita Aya og Ohm, eru rituð í sandinn.

Swank var 48 ára gömul þegar börnin komu í heiminn. Hún tilkynnti um fæðingu tvíburanna á páskadag með fallegri mynd á Instagram.

View this post on Instagram

A post shared by Hilary Swank (@hilaryswank)


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert