Dóttir Obama breytir um eftirnafn

Malia Ann á Sundance-kvikmyndahátíðinni.
Malia Ann á Sundance-kvikmyndahátíðinni. DIA DIPASUPIL

Dóttir Barak og Michelle Obama, Malia, hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Hún er 25 ára og ætlar að hasla sér völl í kvikmyndagerð.

Til þess að forðast að njóta þeirra forréttinda sem eftirnafninu fylgir ætlar hún framvegis að gangast undir nafninu Malia Ann. Ann er millinafn Maliu.

Malia Ann hefur ekki slegið slöku við að kynnast kvikmyndaiðnaðinum og hefur verið lærlingur í fjölmörgum sjónvarpsþáttum eins og Girls og Swarm.

Donald Glover framleiðandi Swarm sagði hana mjög duglega.

„Hún skrifar mjög vel. Hún er mjög hæfileikarík, einbeitt og leggur mikið á sig. Ég hef á tilfinningunni að framtíð hennar sé mjög björt,“ sagði Glover í viðtali við Vanity Fair árið 2022.

Nú hefur fyrsta kvikmynd hennar litið dagsins ljós sem heitir The Heart.

„Það fyrsta sem við ræddum um var að hún fengi bara eitt tækifæri. Þú ert dóttir Obama. Ef þú býrð til lélega kvikmynd þá mun það fylgja þér að eilífu,“ segir Glover.

 

Malia Ann vill forðast að vera álitin forréttindabarn.
Malia Ann vill forðast að vera álitin forréttindabarn. DIA DIPASUPIL
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert