Lopez bauð börnunum í afmælisferð til Tókýó

Jennifer Lopez bauð börnum sínum upp á alls kyns ævintýri …
Jennifer Lopez bauð börnum sínum upp á alls kyns ævintýri í Tókýó. AFP

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez fagnaði 16 ára afmæli tvíbura sinna, Max og Emme, á einstakan máta. Hún ferðaðist ásamt börnum sínum til Tókýó, höfuðborgar Japan, þar sem fjölskyldan fékk að upplifa alls kyns ævintýri. Lopez, 54 ára, birti stórskemmtilegt myndskeið á Instagram á föstudag sem sýnir frá ferðalaginu í tilefni af afmælisdegi tvíburanna. 

Lopez á tvíburana með fyrrverandi eiginmanni sínum, söngvaranum Marc Anthony, en þau voru gift á árunum 2004 til 2014. Það var þriðja hjónaband Lopez, sem er í dag gift leikaranum Ben Affleck. Það er ekki að sjá að hann hafi fylgt eiginkonu sinni og stjúpbörnum til Tókýó. 

„Afmælisferð 2024,“ skrifaði Lopez við færsluna. Hún birti einnig lyndistákn af tveimur kókoshnetum, en Lopez hefur víst kallað Max og Emme kókoshnetur frá fæðingu. 

View this post on Instagram

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo)


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert