Sonur Tinnu Alavis kominn með nafn

Sonur Tinnu Alavis er kominn með nafn!
Sonur Tinnu Alavis er kominn með nafn! Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn og fyrrverandi fegurðardrottningin Tinna Alavis eignaðist son í október síðastliðnum. Um helgina héldu Tinna og kærasti hennar Unnar Bergþórsson fallega veislu í Húsafelli þar sem drengurinn var skírður. 

Drengurinn er annað barn Tinnu og Unnars, en fyrir eiga þau dótturina Ísabellu Birtu sem verður tíu ára á árinu. 

Tinna deildi fallegum myndum frá deginum á Instagram-síðu sinni. Þar sagði hún frá því að drengurinn hafi fengið nafnið Arnar Máni og að Ísabella hafi haldið á litla bróður sínum undir skírn og sungið fallegt lag til hans í kirkjunni. 

Tinna hefur gert það gott sem bloggari á síðustu árum en hún varð fyrst þekkt þegar hún hafnaði í öðru sæti í Ungfrú Ísland árið 2003. Unnar er hótelstjóri á Hótel Húsafelli.

Fjölskylduvefur mbl.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með nafnið!

View this post on Instagram

A post shared by Tinna Alavis (@alavis.is)

View this post on Instagram

A post shared by Tinna Alavis (@alavis.is)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert