Hvenær má gata eyru barna?

Það hefur verið vinsælt að gata eyru barna.
Það hefur verið vinsælt að gata eyru barna. Unsplash.com/Michael Mims

Tania Elliott er bæði læknir og tveggja barna móðir. Hún hefur aflað sér vinsælda á Instagram þar sem hún gefur ýmis heilsu- og uppeldisráð. Athygli vakti þegar hún fjallaði um þá tísku að gata eyru ungbarna. Hún segir að áhættan sé nokkur og ýmsar afleiðingar af götunum á svo ungum börnum.

„Það að gata eyru ungbarna getur leitt til sýkingar. Það getur komið ígerð og brjóskið skaddast sé þetta gert vitlaust. Eins getur þróast nikkel ofnæmi,“ segir Elliott sem segir að ónæmiskerfi barna sé enn að þróast og þau því sérstaklega viðkvæm, því skuli hafa varann á.“

„Best er að leyfa börnum að fá göt í eyrun þegar þau eru nógu gömul til þess að geta hugsað um gatið og skilið að það eigi ekki að fikta í götunum á meðan þau eru að gróa. Þá þarf alltaf að nota nikkel frí götunartæki og skartgripi,“ segir Elliott sem ráðleggur fólki að miða við sjö ára aldur og upp úr.

„Gott væri líka að fá heilbrigðisstarfsmann til þess að gera götin. Þau kunna að hreinsa tæki og lágmarka líkur á sýkingu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert