Kristján og Edda Falak eiga von á dreng

Kristján Helgi og Edda Falak eiga von á sínu fyrsta …
Kristján Helgi og Edda Falak eiga von á sínu fyrsta barni saman. Skjáskot/Instagram

Edda Falak, fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni, og Kristján Helgi Hafliðason, glímukappi og þjálfari í Mjölni, greindu frá því í mars síðastliðnum að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman. Edda og Kristján hafa verið saman frá því í apríl 2021.

Að undanförnu hefur Edda verið í miklum pælingum þegar kemur að því hvaða barnavörur eru bestar, en hún deildi nýverið vöru sem hún keypti eftir pælingar um svefn þar sem hún gefur til kynna að drengur sé á leiðinni. 

„Eftir að hafa verið í svefn pælingum að þá skilst mér að sérfræðingar séu ekki að mæla með að börn undir 1 árs sofi með sæng, teppi og kodda vegna köfnunarhættu. Fyrir mig, þá er þetta frábær lausn. Fyrir utan hvað þetta er krúttlegt að þá verður hann vel pakkaður og öruggur,“ skrifaði hún við myndina. 

View this post on Instagram

A post shared by Edda Falak (@eddafalak)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert