Hjólaði kasólétt um Maldíveyjar

Sienna Miller, Marlowe og Oli Green.
Sienna Miller, Marlowe og Oli Green. AFP

Sienna Miller lýsir í viðtali við The Times hversu mjög hún hafi notið þess að fara í svokallað „babymoon“ með eiginmanni sínum Oli Green.

„Þegar við vorum að undirbúa okkur fyrir ferðina föttuðum við að við höfðum aldrei áður farið í frí saman bara við tvö. Þannig að það var töfrum líkast að fá þennan tíma saman, hugsa um hvort annað og litla barnið sem var á leiðinni.“

„Ég var á seinni stigum meðgöngunnar þegar við Oli ákváðum að fara í vikufrí saman. Ég var gengin 32 vikur og var því á mörkunum að mega ferðast. Ég var lánsöm að meðgangan var auðveld og ég var því ferðafær. Ég var samt í þrýstisokkum sem var kannski ekki mjög smart,“ segir Miller.

Rennibraut beint út í sjó

„Við flugum til Maldíveyja og það er ólýsanlegt hversu fallegar eyjarnar eru. Við vorum í einum af þessum trjáhúsum yfir sjónum. Mig hafði alltaf dreymt um að dvelja í slíku húsi. Það var margt þarna sem ég gat hins vegar ekki gert sökum óléttunnar eins og til dæmis að fara í rennibraut sem fór beint út í sjó. Og einn morguninn var morgunmatur í trjáhúsi úti í frumskóg. Oli fór þangað í þar til gerðri fluglínu (zip-line) en ég þurfti að taka stigann sem var reyndar ákveðin áskorun út af fyrir sig.“

Hjólaði mikið um kasólétt

„Ég vil alltaf vera á ferðinni frekar en að liggja í leti þannig að við syntum mikið og hjóluðum. Ég held að allir hafi fengið vægt áfall að sjá mig hjóla því ég var mjög ólétt á að líta. Við byrjuðum því alla daga á að hjóla og fá okkur morgunmat sem samanstóð af croissant, egg og crepes. Síðdegis var oft rigning þannig að við fórum í villuna og lásum eða fórum í heilsulindina.“

Sienna Miller á rauða teppinu rétt fyrir fæðingu annars barns …
Sienna Miller á rauða teppinu rétt fyrir fæðingu annars barns síns. AFP
Sienna Miller ásamt eldra barni sínu frá fyrra sambandi, Marlowe …
Sienna Miller ásamt eldra barni sínu frá fyrra sambandi, Marlowe Ottoline Layng Sturridge. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert