Kostir og gallar þriðja barnsins

Er hægt að eiga of mörg börn?
Er hægt að eiga of mörg börn? Unsplash.com/Lieberman

Kona í netheimum leitar ráða til reyndra mæðra. Er erfitt að bæta við þriðja barninu? Breytist ástandið á heimilinu til mikilla muna?

Ég á tvo fallega drengi. Fyrri meðgöngur voru mjög erfiðar og ég ætlaði að hætta eftir tvö börn. En um daginn hélt ég að ég væri ólétt. Svo reyndist ekki vera en ég fór að hugsa...hvað ef ég myndi bæta við þriðja barninu? Myndi ég sjá eftir því? Myndi allt heimilið leggjast í rúst? Hver er ykkar reynsla?

Svar þriggja barna móður:

Ef ég á að vera hreinskilin þá fannst mér þriðja barnið auðveldast. Með fyrsta barn þá er allt svo nýtt og framandi. Maður gat tekið það með sér hvert sem var og hélt áfram sínu striki. Mér fannst erfiðara að vera komin með tvö börn. Þá þurfti að búa til meiri rútínu og meira utanumhald. Svo datt þriðja barnið bara inn í þá rútínu. Það auðvitað hjálpaði mjög mikið hvað barnið var vært og svaf vel. 

Fyrsta árið er alltaf erfiðast en það hefur aldrei komið sú stund sem ég sé eftir að hafa bætt við þriðja barninu. Ég elska að hafa alltaf einhvern með mér. Ég elska hvað lífið er aldrei leiðinlegt. Svo finnst mér börnin mín bara svo áhugaverð. Lífið verður ekki fullkomið og maður þarf að sætta sig við það. Það er eina leiðin.

Kostir og gallar þriðja barnsins:

1. Það er meira af þeim en þér. Það er skrítið að vera með fleiri börn en hendur. Hlutir eins og að fara út í búð verða flóknari.

2. Ef þú kemur úr lítilli fjölskyldu þá finnst þér kannski skrítið að vera með þrjú börn. Það er meiri óreiðutilfinning í kringum þrjú börn. Þú þarft því að hugsa þig vandlega út í þolinmæði þína fyrir ringulreið og hvort þú getir verið með marga bolta á lofti í einu.

3. Óformlegar kannanir hafa sýnt að þrjú börn valdi foreldrum hvað mestri streitu. Það á við ef þú ætlar að hætta barneignum eftir þriðja barnið. Ef þú ætlar hins vegar að eignast fleiri börn en þrjú þá benda kannanir til að streitan fari minnkandi með hverju barni. Foreldrar hafa þá bara gefist upp og eru meira í flæðinu. 

4. Kostirnir við að vera orðin fimm manna fjölskylda er að þið komist enn fyrir í einum bíl. Það einfaldar öll ferðalög.

5. Því fleiri systkin því meira úrval fyrir börnin af leikfélögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert