Erum að bregðast strákunum okkar

Ruth Whippman skoðar hvernig hallar á stráka í samfélaginu.
Ruth Whippman skoðar hvernig hallar á stráka í samfélaginu. Skjáskot/Instagram

Í nýútkominni bók Ruth Whippman BoyMom er því lýst hvernig það þykir verra að vera strákamamma í nútímasamfélagi. Staðalmyndir og annar kynbundinn munur þýðir að við erum að bregðast strákunum okkar.

Fékk vorkunn fyrir að vera strákamamma

„Þegar Ruth Whippman var ólétt að þriðja stráknum sínum fékk hún ekkert nema vorkunn og meðaumkun frá fólki. Hér á Vesturlöndum virðist það vera í lagi að tjá samúð sína þegar konur eignast ekkert nema stráka. Á samfélagsmiðlum má finna mylllumerkið #boymom eða strákamamma. Myllumerkið er til marks um þann hóp mæðra sem tilheyra þessum hóp sem almennt er talinn lægra settur miðað við aðrar mæður. Yfirleitt er strákunum líkt við hunda, þeir eru einfaldir, það þarf að viðra þá og hafa þá helst í taumi. Og enginn virðist mótmæla þessum niðrandi hugmyndum um stráka,“ segir Helen Rumbelow í pistli sínum um bók Whippman í The Times.

Gleymdum strákunum í jafnréttisbaráttunni

„Whippman vildi skilja hvernig samfélagið sem gleymdi strákunum í tilraun til þess að útrýma kynjamismun. Þess vegna skrifaði hún bókina Boymom. Hvert sem litið var var menntakerfið og ríkið að reyna að útrýma kynbundnum staðalmyndum fyrir stúlkur. En þetta átak gerði ekkert fyrir stráka. Þvert á móti. Alltaf þegar hún sá stúlku í bol þar sem á stóð „Framtíðin er kvenkyns“ þá fékk hún sting í hjartað. Hvað með strákana? Á maður að vera að kenna þeim að stíga til hliðar? Setja markið lægra?“

Neikvæð umræða um stráka

Pistlahöfundur The Times segir að bók Whippman sé umhugsunarverð bók og fái mann til þess að líta á stráka öðrum augum.

„Afhverju er öll þessi áhersla á að koma stelpum í vísindagreinar en engin sambærileg áhersla á að koma strákum í umönnunarstörf? Afhverju er farið mjúkum höndum um kvenkyns ungbörn þegar rannsóknir hafa sýnt að karlkyns ungbörn eru mun viðkvæmari á allan hátt? Verður næsta jafnréttisbylgjan með áherslu á uppeldi stráka? Því þeir hafa sannarlega verið vanræktir.“

„Það er mjög neikvæð umræða um stráka sem hlýtur að vera mjög erfitt að alast upp með. Það eru ýmis teikn á lofti að strákar eru að hallast að eitraðri karlmennsku í anda Andrew Tate. Strákar eru á varðbergi og það er vegna þess að umræðan hefur svo mikið snúist um hversu skaðlegir strákar eru.“

Nýfæddir strákar eru mun viðkvæmari

„Það er vel þekkt í læknavísindum að strákar eru mun viðkvæmari þegar þeir fæðast. Þeir eru líklegri til að vera fyrirburar og ungbarnadauði er algengari meðal drengja sem og aðrir sjúkdómar. Þá eru námsörðugleikar algengari meðal drengja og önnur taugafræðileg frávik. Þá eru strákar líka viðkvæmari tilfinningalega. Strákar gráta meira þegar þeir eru ungbörn og eru viðkvæmari fyrir umhverfinu. Rannsóknir hafa sýnt að þegar strákabörn upplifa aðskilnað frá mæðrum sínum þá mælast þeir með meira magn af streituhormóni en stúlkubörn og það tekur lengri tíma fyrir þá að róast. Það er því ótrúlegt að strákabörn fái almennt minni umönnun. Strákar þurfa meira á foreldrum sínum að halda. Þessi kynbundni munur þýðir að við erum að bregðast strákunum okkar og það hefur afleiðingar til langs tíma segir Whippman.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert