Bert brjóst klippt úr Bráðavaktarþætti

Leikarar í þættinum Bráðavaktinni.
Leikarar í þættinum Bráðavaktinni.

Brjóstahneykslið í hálfleiksskemmtun bandaríska ruðningsúrslitaleiksins virðist hafa haft áhrif þau áhrif, að bandaríska sjónvarpsstöðin NBC ákvað að klippa út örstutt atriði úr framhaldsþættinum Bráðavaktinni, sem sýndur verður í Bandaríkjunum í kvöld, en þar sést í bert brjóst áttræðrar konu sem verið er að hlynna að.

Reutersfréttastofan segir, að brjóstið sjáist í tæpar 2 sekúndur í þættinum þar sem læknar sinna konunni á sjúkrahúsinu þar sem þættirnir gerast. John Wells, framleiðandi þáttanna, er mjög ósáttur með þá ákvörðun NBC að breyta atriðinu og segir að þetta gefi slæmt fordæmi og skerði listrænt frelsi.

Endanleg ákvörðun var tekin á þriðjudagskvöld, tveimur dögum eftir að annað brjóst söngkonunnar Janet Jacksons sást í útsendingu frá Super Bowl-skemmtuninni. Miklar umræður hafa orðið um málið í Bandaríkjunum og hefur bandaríska fjarskiptanefndin hafið rannsókn á tildrögum atviksins.

„Eftir að hafa ráðgast við stjórn sambandsstöðvanna höfum við beðið Bráðavaktina að fjarlægja atriði þar sem sést bert brjóst 80 ára gamallar konu sem nýtur bráðameðferðar," segir í tilkynningu frá NBC. „Þótt við teljum að atriðið sé ekki ósæmilegt og í samræmi við framvinduna, og við hefðum sýnt það eftir klukkan 22:30, höfum við því miður komist að þeirri niðurstððu að andrúmsloftið sem skapast hefur vegna atburða vikunnar geri það að verkum að það gæti reynst mörgum af stöðvum okkar erfitt að sýna þetta atriði."

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.