Guðjón Valur með 5 gegn Wetzlar

*GUÐJÓN Valur Sigurðsson gerði 5 mörk þegar Essen lagði Wetzlar 25:20 í gærkvöldi og Róbert Sighvatsson var með 3 fyrir Wetzlar.

*SÖLVI Geir Ottesen kom inn á sem varamaður á 72. mínútu í liði Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í gær gegn Elfsborg. Staðan var 2:2 þegar Sölvi kom inn á en Djurgården skoraði sigurmarkið tveimur mínútum síðar.

*GUNNAR Heiðar Þorvaldsson kom ekki við sögu í liði Halmstad gegn Kalmar, 1:0, en Gunnar var í leikmannahópi liðsins.

*HJÁLMAR Jónsson lék með Gautaborg á útivelli gegn Sundsvall. Gautaborg komst yfir í fyrri hálfleik en heimamenn skoruðu tvö mörk í síðari hálfleik.

*BANDARÍSKI leikmaðurinn Katie Wolfe, sem leikur með kvennaliði KR í Intersportdeildinni, meiddist fyrir leikinn gegn ÍS og gat ekki leikið með. Hún fer í rannsókn í vikunni.

*ERLA Dögg Haraldsdóttir, ÍRB, setti Íslandsmet í stúlknaflokki í 400 m fjórsundi á sundmóti Ægis um helgina, synti á 4.57,47. Hún bætti met Láru Hrundar Bjargardóttur úr SH síðan 1998 um rúmar 3 sek.

*ÞAÐ er óhætt að segja að NBA-deildin í körfuknattleik hafi fengið byr undir báða vængi í Kína undanfarnar vikur en Sacramento Kings og Houston Rockets eru þar á æfingaferðalagi. Á laugardag léku liðin í Peking en það er í fyrsta sinn sem NBA-leikur fer fram í höfuðborg landsins. Færri komust að en vildu, eða rétt rúmlega 17.000 áhorfendur og var Yao Ming, miðherji Houston Rockets, vel studdur af löndum sínum en hann leikur með Rockets. Ming skorað 12 stig en hann er rétt tæpir 230 cm á hæð og er að hefja sína þriðju leiktíð í herbúðum Rockets. Í síðustu viku áttust liðin við í Shanghaí og þar hafði Rockets betur, 88:86.

*SHAQUILLE O'Neal var á varamannabekk Miami Heat er liðið sótti meistaralið Detroit Pistons heim. Heat hafði betur, 83:74, en um var að ræða æfingaleik. O'Neal er lítils háttar meiddur á aftanverðu læri. Ólympíufarinn Dwyane Wade var stigahæstur í liði Heat með 20 stig. Smush Parker var stigahæstur hjá Pistons með 11 stig en flestir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig.

*LEBRON James skorað 11 stig í sigri Cleveland Cavaliers gegn Chicago Bulls, 104:88. Zydrunas Ilgauskas skoraði 17 stig og tók 6 fráköst.

Eddie Curry skoraði 21 fyrir Bulls.

*NICOLE Vaidisova, 15 ára tenniskona frá Tékklandi, kom öllum á óvart á atvinnumóti um helgina en hún vann Virginie Razzano frá Frakklandi í úrslitum, 6:3 og 6:2. Þetta er annað mótið sem Vaidisova vinnur á sínum ferli en hún vann mót sem fram fór í Vancouver í ágúst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson