Elton John gengur í hjónaband

Elton John
Elton John AP

Breski poppsöngvarinn Elton John hyggst ganga í hjónaband með David Furnish, sem verið hefur unnusti hans um langt skeið. Segir Elton að hann hafi „aldrei verið jafn hamingjusamur.“

„Við höfum ekki ákveðið daginn og þetta verður áreiðanlega ekki stór opinber athöfn en mig langar að treysta bönd okkar með brúðkaupsheitum,“ segir söngvarinn í viðtali við þýska blaðið Gala, sem fjallar um líf þekkts fólks.

„Ég hef aldrei verið jafn hamingjusamur,“ bætti hann við.

Elton greindi ekki frá því í hvaða landi hann og unnusti hanns hygðust láta giftingarathöfn sína fara fram. Sagði Elton að hann hefði í mörg ár lifað „eins og villidýr“ og hefði líf hans þá snúist um notkun vímuefna og áfengis. Þá hefði hann glímt við þunglyndi og reynt að fremja sjálfsvíg.

„Ég er feginn að sú persóna er ekki lengur til,“ sagði söngvarinn og bætti við að Furnish, sem er fertugur væri „mikilvægasta manneskja í lífi mínu.“ „Ég get ekki hugsað mér lífið án hans,“ bætti hann við.

Elton John var kvæntur Renate Blauel frá 1984 til 1988, en hún var starfsmaður í hljóðvei sem Elton var við upptökur í.

Hann og Furnish hafa þekkst frá árinu 1993.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki hafa neinar áhyggjur þó að þú sért ekki alveg með á nótunum í dag. Ekki láta aðra fara í þínar fínustu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki hafa neinar áhyggjur þó að þú sért ekki alveg með á nótunum í dag. Ekki láta aðra fara í þínar fínustu.