Carreras ánægður með móttökurnar hér

José Carreras í Háskólabíói.
José Carreras í Háskólabíói. mbl.is/Árni Torfason

Spænski tenórsöngvarinn José Carreras var klappaður upp þrisvar sinnum eftir tónleika sem hann hélt í Háskólabíói og söng jafnmörg aukalög.

Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu Concert, sem skipulagði tónleikana, var Carreras snortinn af viðbrögðum áhorfenda og hafði það sérstaklega á orði eftir tónleikana hve þakklátur hann væri og ánægður með móttökurnar sem hann fékk.

Á efnisskrá tónleikanna voru verk frá ýmsum löndum og tímabilum tónlistarsögunnar en með honum á sviðinu voru píanóleikarinn Lorenzo Bavaj og strengjakvartettinn Nuovo Quartetto Italiano.

Carreras fór til Noregs í dagen þar verða næstu tónleikar hans á þriðjudaginn. Með honum í för á Íslandi voru dóttir hans Julia Carreras ásamt eiginmanni sínum, umboðsmaður hans og aðstoðarmaður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes