Bolton leikur á Íslandi

Michael Bolton.
Michael Bolton.

Nú hefur það verið staðfest að hjartaknúsarinn og látúnsbarkinn Michael Bolton muni halda tónleika í Laugardalshöll þann 21. september næstkomandi. Bolton, sem hefur tvisvar unnið hin virtu Grammy-verðlaun sem besti söngvari ársins, hefur selt yfir 50 milljónir platna á ferli sínum og komið fjölmörgum lögum á vinsældalista um heima allan.

Í fréttatilkynningu segir að kappinn muni taka öll sín bestu og þekktustu lög á tónleikunum en með honum í för verður tuttugu manna hljómsveit.

Michael Bolton hefur sungið með ekki ómerkari mönnum en Luciano Pavarotti, Placido Domingo, Ray Charles og BB King og samið lög fyrir listamenn eins og Cher, Kiss, Barböru Streisand og Kenny Rogers. Eins hefur hann samið lög í samvinnu við ekki ómerkari menn en Bob Dylan.

Eins og áður sagði verða tónleikarnir í Laugardalshöll og er eingöngu selt í sæti og því takmarkað magn miða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðir mannasiðir eru nauðsynlegir til þess að eiga samskipti við hina ólíku og áhugaverðu persónuleika sem verða á vegi þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðir mannasiðir eru nauðsynlegir til þess að eiga samskipti við hina ólíku og áhugaverðu persónuleika sem verða á vegi þínum.