Hringdi einfaldlega í Cave

Nick Cave.
Nick Cave.

Ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave hefur þegar sent leikhópnum Vesturporti tvo texta og ellefu tóndæmi fyrir uppsetningu leikritsins Vojtsek eftir þýska 19. aldar leikritaskáldið Georg Büchner. Það er Gísli Örn Garðarsson sem leikstýrir sýningunni sem sett verður upp í Borgarleikhúsinu en Jón Atli Jónasson annast leikgerð.

Gísli segir að hann hafi einfaldlega hringt í Nick Cave á sínum tíma og það hafi borið þennan skemmtilega árangur.

"Maður veltir því nú fyrir sér í hvern maður hringir næst," segir Gísli sposkur en ekki er enn þá útséð með hvernig aðkoma Cave verði að leikritinu í heild sinni. Þrátt fyrir að tónlistarmaðurinn sé ekki þekktur fyrir að smíða tónlist fyrir leikhús hefur hann áður samið fyrir kvikmyndir og á þar að auki heiðurinn að tveimur kvikmyndahandritum.

Vojtsek verður frumsýnt hér á landi í byrjun september og svo í Barbican-leikhúsinu í London 10. október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson