Ásdís Rán nafngreindi þekktan leikara sem reyndi við hana

Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Skjáskot/Instagram

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrirsæta, mætti í hlaðvarpsþátt Ólafs Jóhanns, Óli á Hjóli, á dögunum og svaraði nokkrum forvitnilegum spurningum.

Stjórnmál og málefni líðandi stundar voru ekki á meðal umræðuefna en Ásdís Rán opnaði sig meðal annars um búlgörsku mafíuna og fræga menn sem hafa reynt við hana. 

Ólafur Jóhann birti brot úr spjalli þeirra á TikTok-reikningi sínum í gærdag. Í myndbrotinu nafngreinir Ásdís Rán frægustu Hollywood-leikarana sem hafa sýnt henni áhuga, en meðal þeirra eru stórstjörnurnar Bruce Willis og Chris Hemsworth.

Ásdís Rán sagði frá því þegar stórleikarinn Bruce Willis bað hana um símanúmer. Hún var stödd í Warner Brothers-kvikmyndaverinu í Burbank í Kaliforníu.

„Hann labbaði í áttina að mér og byrjaði að daðra við mig á fullu. Hann bauð mér í partí en ég fór ekki,“ viðurkenndi hún. Ásdís Rán segist hafa frosið við að sjá Willis en leikarinn var í miklu uppáhaldi hjá henni á þessum tíma. 

@oliahjolipodcast Hver er frægastur af þessum ? @oli @Ásdis aka IceQueen ♬ original sound - Óli á Hjóli - Podcast
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Hugkvæmni þín er aðdáunarverð og mun færa þér margan sigurinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Hugkvæmni þín er aðdáunarverð og mun færa þér margan sigurinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir