The Who ætlar í tónleikaferð á næsta ári

Pete Townshend, Roger Daltrey og John Entwistle, meðlimir rokkhljómsveitarinnar The …
Pete Townshend, Roger Daltrey og John Entwistle, meðlimir rokkhljómsveitarinnar The Who, skömmu fyrir andlát þess síðastnefnda. Reuters

Pete Townsend, gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Who, greindi frá því í dag að hljómsveitin ætli á risastórt tónleikaferðalag á næsta ári. Stirt hefur verið á milli þeirra Towsend og Rogers Daltrey, söngvara hljómsveitarinnar, í nokkur ár. Þeir grófu hins vegar stríðsöxina þegar þeir komu saman á Live 8 tónleikunum í Lundúnum í síðasta mánuði. Hljómsveitin hefur nokkrum sinnum ætlað að fara á tónleikaferðalag en voveiflegir atburðir hafa ætíð sett strik í reikninginn.

Pete Townsend skrifaði á vefsíðu sinni að hann hefði sest til borðs með Roger Daltrey og hafi þeir ákveðið að hefja undirbúning fyrir tónleikaferðina í febrúar á næsta ári.

Ýmiss konar atvik hafa orðið til þess að setja stein í götu The Who. Hljómsveitin hætti störfum skömmu eftir að trommari hljómsveitarinnar, Keith Moon, lést árið 1987. Þá áætlaði hljómsveitin að koma saman á ný árið 2002 og spila á nokkrum tónleikum. Bassaleikari hljómsveitarinnar, John Entwistle, fannst hins vegar látinn á herbergi sínu á Hard Rock hótelinu í Las Vegas skömmu fyrir fyrstu tónleikana. Hljómsveitin ætlaði fyrir skömmu að koma saman á ný en vandræði með trommara hindruðu áætlanir hennar. Zak Starkey, sonur Bítilsins Ringo Starr, mun sitja við settið á æfingum þeirra eftirlifandi meðlima Who, Pete Townsend og Roger Daltrey, í febrúar á næsta ári.

Gigwise.com

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur skiptir miklu máli varðndi stórt verkefni sem þú ert með á prjónunum. Gerðu draum þinn að veruleika og leitaðu á vit ævintýranna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur skiptir miklu máli varðndi stórt verkefni sem þú ert með á prjónunum. Gerðu draum þinn að veruleika og leitaðu á vit ævintýranna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir