Karlmenn: Ekki elda naktir!

Jamie Oliver.
Jamie Oliver.

Breski sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver, sem nefndur er „kokkur án klæða" í sjónvarpsþáttum sínum, ráðleggur karlmönnum að standa ekki við pönnuna án klæða.

Oliver segir í viðtali við tímaritið Q, að hann hafi eitt sinn ætlað að matreiða nakinn fyrir Jools, eiginkonu sína. Hann hugsaði hins vegar ekki út í að þegar sjóðheit olían snarkaði á pönnunni slettust örsmáir dropar í allar áttir, þar á meðal á viðkvæma og óvarða líkamsparta.

„Það endaði með því að ég brenndi mig töluvert. Ég varð að nota poka af frosnum baunum til að kæla mig niður. Þetta er í eina skiptið sem ég hef eldað nakinn og það er ekki góð hugmynd," sagði Oliver.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.