Karlmenn: Ekki elda naktir!

Jamie Oliver.
Jamie Oliver.

Breski sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver, sem nefndur er „kokkur án klæða" í sjónvarpsþáttum sínum, ráðleggur karlmönnum að standa ekki við pönnuna án klæða.

Oliver segir í viðtali við tímaritið Q, að hann hafi eitt sinn ætlað að matreiða nakinn fyrir Jools, eiginkonu sína. Hann hugsaði hins vegar ekki út í að þegar sjóðheit olían snarkaði á pönnunni slettust örsmáir dropar í allar áttir, þar á meðal á viðkvæma og óvarða líkamsparta.

„Það endaði með því að ég brenndi mig töluvert. Ég varð að nota poka af frosnum baunum til að kæla mig niður. Þetta er í eina skiptið sem ég hef eldað nakinn og það er ekki góð hugmynd," sagði Oliver.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ferðalög eru þínar ær og kýr og þú skalt bara láta það eftir þér að skipuleggja draumaferðina hvað sem hver segir. Skrifaðu lista yfir verkefni sem þarf að klára.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ferðalög eru þínar ær og kýr og þú skalt bara láta það eftir þér að skipuleggja draumaferðina hvað sem hver segir. Skrifaðu lista yfir verkefni sem þarf að klára.