Elton John vill að öll skipulögð trúarstarfssemi verði bönnuð

Elton John.
Elton John. Reuters

Tónlistarmaðurinn Elton John segir að hann vilji sjá það gerast að öll skipulögð trúarstarfssemi verði bönnuð en hann sakar hana um að reyna „skapa hatur gagnvart samkynhneigðum“.

Í viðtali við breska dagblaðið Observer sagði John að enga samúð væri að finna hjá skipulagðri trúarstarfssemi og að hún breytti fólki í „hatursfulla læmingja“.

Elton John segist þó elska hugmyndina um kenningar Jesú Krists og þær fallegu sögur sem hann lærði um kenningar hans sunnudagaskólanum.

Þá sagðist hann þekkja marga samkynhneigða einstaklinga sem þætti afar vænt um sína trú.

Ummæli hans eru að finna í sérstakri samkynhneigðri útgáfu mánaðarlegs tónlistartímarits Observer, en viðtalið tók Jake Shears, sem er í hljómsveitinni Scissor Sisters.

„Ég held að trúarbrögð hafi ávallt reynt að beina hatri gegn samkynhneigðum,“ sagði hann. „Trúarbrögð stuðla að hatri og illgirni í garð samkynhneigðra.“

„En það eru svo margir sem ég þekki, sem eru jafnframt samkynhneigðir, sem elska sína trú.“

Að mati tónlistarmannsins, sem er 59 ára gamall, felst lausnin í því að „banna trúarbrögð algjörlega, jafnvel þótt að það séu ýmsir frábærir hlutir við þau.“

Hann bætti við: „Ég elska hugmyndina um kenningar Jesú Krists og þær fallegu sögur sem þeim fylgja, sem ég elskaði í sunnudagaskólanum, og ég safnaði öllum litlu límmiðunum og kom þeir fyrir í bókinni minni. En raunveruleikinn er sá að skipulögð trúarstarfssemi virðist ekki ganga upp. Hún breytir fólki í hatursfulla læmingja og það er ekki beinlínis samúðarfullt.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala.