Soffía fær húsaskjól

Soffía kúrir nú óvarin fyrir veðri og vindum en á …
Soffía kúrir nú óvarin fyrir veðri og vindum en á von á að komast í skjól innan tíðar. mbl.is/Brynjar Gauti

Fjallatrukkurinn Soffía hefur fengið loforð um húsaskjól. Einn eigenda Soffíu, Guðni Sigurjónsson bílasmiður, sagði að samband hefði verið haft við sig eftir að myndskeið og blaðagrein birtust á Fréttavef Morgunblaðsins og í Morgunblaðinu á aðfangadag. „Hún fær inni í gamalli hlöðu í Borgarfirðinum og fer því aftur heim í gömlu sveitina sína," sagði Guðni.

Soffía II er rúta og fjallabíll sem Guðni smíðaði í samstarfi við Guðmund Kjerulf á bifreiðaverkstæði hins síðarnefnda í Reykholti í Borgarfirði 1963. Soffía liggur nú undir skemmdum á opnu geymslusvæði í Straumsvík en mun nú fá innan tíðar húsaskjól í Borgarfirðinum og þá er bara að sjá hvort Guðni mun taka til við að endurreisa Soffíu sína. Hann sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að það væri ekkert ólíklegt þar sem hann myndi leggja niður störf hjá Strætó bs eftir mánuð fyrir aldurs sakir.

Myndskeiðið um sögu þeirra Soffíu og Guðna má finna með því að smella hér: Myndskeiðið um Soffíu

Guðni Sigurjónsson bílasmiður.
Guðni Sigurjónsson bílasmiður. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn vel til breytinga heima fyrir. Trúðu á sjálfa/n þig, þú getur allt sem þú ætlar þér. Ættingjar koma þér á óvart.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn vel til breytinga heima fyrir. Trúðu á sjálfa/n þig, þú getur allt sem þú ætlar þér. Ættingjar koma þér á óvart.