Björk stígur á svið í Laugardalshöll í kvöld

Björk Guðmundsdóttir var á meðal þeirra sem komu fram á …
Björk Guðmundsdóttir var á meðal þeirra sem komu fram á tónleikum Forma samtakanna þann 1. apríl sl. mbl.is/Eggert

Björk heldur sína fyrstu tónleika hér á Íslandi í sex ár í Laugardalshöll í kvöld. Þetta verða fyrstu tónleikarnir í heimstónleikaferð Bjarkar til kynningar á nýrri breiðskífu, Volta, sem kemur út um heim allan þann 7. maí.

Þetta verður í fyrsta sinn sem ný lög af þessari plötu munu hljóma, en á prógramminu eru líka eldri lög af fyrri plötum Bjarkar. Breska hljómsveitin Hot Chip mun heimsækja Ísland að nýju og leika á eftir Björk í Höllinni.

Björk fer á svið stundvíslega klukkan 20, en húsið opnar 18:30.

Antony Hegarty, betur þekktur sem Antony & the Johnsons, er kominn til landsins vegna tónleikana og mun syngja 1-2 lög með Björk í kvöld, að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna.

Enn eru til miðar á tónleikana. Miðasala fer fram í Laugardalshöll frá kl. 12 í dag og verða miðar seldir fram að tónleikum - svo lengi sem miðamagn leyfir. Miðasala fer einnig fram á www.midi.is. Miðaverð er 3.900 krónur í stæði, 6.900 í stúku.

Aldurstakmark á tónleikana er 18 ár, nema í fylgd með fullorðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.