Björk tilnefnd til Brit-verðlauna

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. Reuters

Björk Guðmundsdóttir var í fréttunum í dag í tveimur heimsálfum, fyrst fyrir að lúskra á ljósmyndara í Nýja-Sjálandi og síðan fyrir að tilnefningu til svonefndra Brit tónlistarverðlauna í Bretlandi sem besta alþjóðlega popptónlistarkonan.

Ásamt Björk eru þær Rihanna, Kylie Minogue, Feist og Alicia Keys tilnefnd til Brit-verðlaunanna sem besta alþjóðlega tónlistarstjarnan.

Breska hljómsveitin Take That, sem birtist aftur á breskum vinsældarlistum á síðasta ári, tónlistarmaðurinn Mika og Leona Lewis voru öll tilnefnd til fernra verðlauna. Verðlaunin verða afhent 20. febrúar.

Paul McCartney verður heiðraður sérstaklega á hátíðinni fyrir framlag sitt til breskrar popptónlistar.

Tilnefningar til Brit-verðlauna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óvænt atvinnutilboð eða aðferðir til þess að auka tekjur þínar gætu borist þér í dag. Annars gæti eitthvað komi þér á óvart.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óvænt atvinnutilboð eða aðferðir til þess að auka tekjur þínar gætu borist þér í dag. Annars gæti eitthvað komi þér á óvart.