Lay Low í Billboard

Lay Low
Lay Low Sverrir Vilhelmsson

„Ég get varla hlustað á fyrstu plötuna mína í dag,“ segir Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði bandaríska tónlistartímaritsins Billboard. Tilefni viðtalsins er væntanleg plata hennar sem kemur í verslanir á Íslandi hinn 16. október, og í Bandaríkjunum í febrúar. Upptökustjóri plötunnar heitir Liam Watson, en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa stýrt upptökum á Elephant, plötu White Stripes, auk nýjustu plötu James Hunter.

„Það verður meiri hljómsveitar-stemning á þessari plötu. Ég og Liam náðum mjög vel saman í gegnum tónlistina sem við elskum,“ segir söngkonan ennfremur í viðtalinu.

Þá kemur fram í greininni að lag Lay Low, „Mojo Love“, hafi selst í um 1.000 eintökum á netinu í Bandaríkjunum, en lagið mátti heyra í hinum gríðarlega vinsælu sjónvarpsþáttum Grey's Anatomy fyrir skömmu.

Þá segir ennfremur að annað lag Lay Low, „Wonderplace“, muni hljóma í heimildarmyndinni Searching For On The Road.

Að sögn Kára Sturlusonar, umboðsmanns Lay Low, mun hún halda útgáfutónleika í Fríkirkjunni í október, en fyrsta lagið af nýju plötunni mun hljóma á íslenskum útvarpsstöðvum frá og með miðjum september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes