Thriller á fjalirnar

Michael Jackson.
Michael Jackson. mbl.is
Syngjandi og dansandi uppvakningar eru væntanlegir á svið á Broadway, ef marka má fréttir þess efnis að til standi að gera söngleik byggðan á frægu myndbandi við lag Michaels Jacksons „Thriller“.

Leikstjóri myndbandsins var John Landis og það þótti algjört tímamótaverk þegar það var sýnt í fyrsta sinn. Það er fjórtán mínútna langt og þar sést hvernig stefnumót Jacksons við unga konu fer út um þúfur þegar hann breytist óvænt í uppvakning.

Ekki hefur enn fengist staðfest hvort Jackson taki sjálfur þátt í uppfærslunni eða hvort fleiri lög eftir hann verði notuð. Framleiðandinn James Nederlander er orðaður við verkefnið en hann hefur áður sett Lion King og Aidu á svið á Broadway.

Bloggað um fréttina