Fékk ekki að fylgja móður sinni til Íslands

Á Akranesi býr Ayda Abdullah Al Esa ásamt börnum sínum Aseel og  Ahmed en þangað fluttu þau síðastliðið haust ásamt sjö öðrum palestínskum fjölskyldum á flótta frá Írak.

Elsta dóttir Aydu, Sama, varð eftir í flóttamannabúðunum í Írak sökum þess að hún er gift og íslenski hópurinn átti eingöngu að samanstanda af einstæðum mæðrum og þeirra börnum. Hún var þá 17 ára. Fæðing frumburðar hennar endaði með skelfingu nú í vor en næsta stóra sjúkrahús er 400 kílómetra í burtu frá Al Waleed flóttamannabúðunum.

Vonir stóðu til að Sama og eiginmaðurinn Ali fengju boð um að koma til Íslands en móðurinni Aydu var nýlega tilkynnt að svo verður ekki. Bandarísk stjórnvöld hafa boðist til að taka við þeim.

Fjallað er ítarlega um málið í föstudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. Dagurinn hentar vel til að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. Dagurinn hentar vel til að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden