Ekki líffræðilegur faðir vegna mistaka

Nýbakaða foreldrana grunaði að ekki væri allt með felldu þar …
Nýbakaða foreldrana grunaði að ekki væri allt með felldu þar sem barnið var af allt öðrum litarhætti en þau sjálf. Reuters

Pari í Singapúr brá heldur betur í brún þegar þeim var tjáð að nýfætt barn þeirra væri í blóðflokki B. Það væri ef til vill ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að  móðirin er í flokki O og faðirinn A. Faðirinn gekkst undir faðernispróf í kjölfarið og kom í ljós að barnið, sem var getið með hjálp tæknifrjóvgunar á einkareknu sjúkrahúsi í Singapúr, var ekki líffræðilega hans. Þessu greinir fréttastofan AFP frá í dag.

Nýbakaða foreldrana grunaði að ekki væri allt með felldu þar sem barnið var af allt öðrum litarhætti en þau sjálf, en móðirin er kínversk-ættuð og faðirinn af hvítum kynþætti. Að sögn lögfræðings parsins er þetta fyrsta mál sinnar tegundar í Singapúr.

Starfsfólk sjúkrahússins, the Thomson Fertility Centre, vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að einblína á smáatriði hjálpar þér ekki með vandamálið sem þú glímir við. Sýndu lipurð og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að einblína á smáatriði hjálpar þér ekki með vandamálið sem þú glímir við. Sýndu lipurð og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir