Sagan af bláa hnettinum í Sviss

Andri Snær Magnason rithöfundur.
Andri Snær Magnason rithöfundur. Morgunblaðið/ Þorkell

Í gær var leiksýning byggð á Sögunni af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason frumsýnd í Luzerner Theater í Sviss og verður leikritið sýnt fram í janúar.

Þetta er ekki fyrsta skipti sem leikrit byggt á bókinni er sýnt í leikhúsum erlendis en leikritið hefur verið sýnt í Kanada, Finnlandi og Pakistan í stórum leikhúsum þar í landi. Leikritið vann einnig til verðlauna hér á landi og var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2001 við miklar vinsældir.

Sagan af Bláa hnettinum kom fyrst út árið 1999 og hefur bókin verið margverðlaunuð. Til að mynda hlaut bókin Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1999 og „Verðlaun verðlaunanna“ árið 2009 í tilefni af 20 ára afmæli Íslensku bókmenntaverðlaunanna.  

Sagan af bláa hnettinum er ein víðförlasta barnabók síðari ára en hún er m.a. komin út í Kína, Japan, Grikklandi, Tælandi og Kóreu auk fjölmargra Evrópulanda.   

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unni Lindell
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kátínan hefur ráðið ríkjum hjá þér um tíma og engin ástæða til annars en að halda henni við. Smávegis eftirtekt núna sparar þér ærna röskun á lífi þínu síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unni Lindell
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kátínan hefur ráðið ríkjum hjá þér um tíma og engin ástæða til annars en að halda henni við. Smávegis eftirtekt núna sparar þér ærna röskun á lífi þínu síðar.