Stikla úr Prometheus gerð opinber

Ridley Scott og Noomi Rapace við tökur á Prometheus á ...
Ridley Scott og Noomi Rapace við tökur á Prometheus á Íslandi.

Stikla úr kvikmyndinni Prometheus, sem bandaríski leikstjórinn Ridley Scott tók upp á Íslandi, hefur verið birt á vefnum. Um er að ræða vísindaskáldsögu, sem er sögð vera undanfari Alien, einnar frægustu myndar leikstjórans.

Aðalhlutverkin eru í höndum Noomi Rapace, Charlize Theron, Michaels Fassbenders og Guys Pierce. Stefnt er að því að frumsýna myndina síðar á þessu ári.

Stikluna má sjá hér að neðan.

mbl.is