Gunnar Hrafn fyndnastur

Gunnar Hrafn Jónsson
Gunnar Hrafn Jónsson Ljósmynd Halldór Ingi

Gunnar Hrafn Jónsson, fréttamaður á RÚV, var á föstudagskvöldið valinn fyndnasti maður Íslands. Daníel Geir Moritz, sem vann keppnina í fyrra, krýndi sigurvegarann að keppni lokinni.

Í fréttatilkynningu kemur fram að Gunnar átti í harði samkeppni en alls hafði hann slegið út 29 keppendur bæði í áheyrnarprufum og undankvöldinu.

Á úrslitunum keppti hann við fjóra einstaklega fyndna keppendur og kom það í hlut dómara kvöldsins, þeirra Guðlaugar Elísabetar, Þórhalls Þórhallssonar, Úlfars Linnet og Bjarna töframanns að velja sigurvegara.

Sá sem fékk titilinn næstfyndnasti maður Íslands var Elva Dögg Gunnarsdóttir og þriðji fyndnasti maður Íslands var valinn Ævar Már Ágústsson.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir