Díva kynnir Draggkeppnina

 Draggkeppni Íslands fer fram 7. ágúst í Eldborgarsal Hörpu. Þetta er í 16. sinn sem keppnin er haldin og þriðja skiptið í Hörpu. Keppnin hefst kl 21:00 en móttaka gesta byrja kl 20:00.

Þema keppninnar er Beauty is pain (And i´m in a lot of pain) og í tilkynningu segir að  keppendur gætu átt von á að lenda í óvæntum aðstæðum á kvöldinu sjálfu. 

Keppnisatriðin í ár eru átta, flutt af 11 keppendum. Einnig koma kóngur og drottning ársins 2012 fram. 

Hægt er að nálgast miða á harpa.is eða midi.is eða kaupa þá í afgreiðslu Hörpu.

Kynnir keppninnar er Diva Jackie Dupree sem kemur frá New York til að vera með í ár. Jackie er þekktur skemmtikraftur á Manhattan, syngur, leikur og semur. 

Dragg er gamalt leiklistarform og er sprottið upp frá þeim tíma er konum var bannað að koma fram á sviði í leiksýningum. Það gerði það að verkum að öll hlutverk kvenna í leikritum voru leikin af karlmönnum.

Draggkeppni Íslands hefur markað sér fastan sess í hinni fjölbreyttu flóru menningar, lista og skemmtanahalds sem í boði er í Reykjavík ár hvert.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir