Ný íslensk netverslun

Þeir Jón Hilmar, Kjartan og Viktor
Þeir Jón Hilmar, Kjartan og Viktor Ljósmynd:Þórður

Hinn 10. febrúar næstkomandi verður opnuð www.nomo.is sem er ný íslensk netverslun. Stofnendur síðunnar eru þrír átján ára strákar úr Verslunarskóla Íslands, en Monitor fékk að heyra hljóðið í einum þeirra, Viktori Margeirssyni.


Hvernig kom það til að þið opnuðuð þessa síðu?

„Fólk í dag virðist vilja versla á netinu, svo einfalt er það. Í ágúst á seinasta ári byrjuðum við svo að velta því fyrir okkur af hverju íslenskar fataverslanir væru svona langt á eftir á þegar kemur að netverslun og spurðum nokkra verslunareigendur af hverju það væri. Þeir sögðu að það væri erfitt og dýrt fyrir staka fataverslun á Íslandi að reka sína eigin netverslun og sinna öllu sem þarf að sinna í kringum það. Þess vegna ákváðum við að stofna Nomo og koma öllum þeim fataverslunum sem vilja vera á netinu, á netið þar sem þær eiga heima.“

Hvernig virkar Nomo?

„Við fáum öll flottustu fötin frá öllum flottustu verslunum á Íslandi og setjum þau inn á www.nomo.is sem að virkar þá eins og verslunarmiðstöð á netinu. Alveg frá því að við byrjuðum að hanna síðuna höfum við stefnt að því að hafa hana stílhreina, einfalda og skemmtilega. Við erum virkilega sáttir með hvernig það hefur tekist og fólk virðist vera að fíla hana, eða það segja þau allavegana.“Var eitthvað sem þið lærðuð í skólanum sem kveikti þennan áhuga?

„Skólinn hefur stutt vel við okkur en því miður kom áhuginn ekki þaðan. Rétt er samt að taka fram að það væri ekki séns að neitt af þessu hefði gerst ef ekki væri fyrir hæfileikaríku krakkana sem finnast einhvernvegin alls staðar og alltaf í Versló. Við viljum endilega veita krökkum þau tækifæri sem þau gætu kannski ekki fengið annars staðar. Ljósmyndarinn okkar, módelin og eiginlega allir aðrir sem koma að þessu eru ungir krakkar sem gætu alveg gert jafn góða hluti og fullorðnir en fá einfaldlega ekki tækifæri vegna aldurs.“Hverjir standa á bak við Nomo?

„Við stofnendurnir erum þrír: Kjartan, Viktor og Jón Hilmar. Við erum allir úr Verslunarskólanum, en eins og við komum inn á áðan hefði ekkert af þessu gerst ef ekki væri fyrir alla hina snillingana sem koma nálægt þessu og hjálpa okkur með allt það sem þarf að gera.“

Hvað gerið þið annað?

„Við eyðum 7 tímum á dag í skólanum, 6 tímum í svefn og síðan taka þessar stelpur alltaf einhvern tíma líka. Við reynum að taka eins mikinn þátt og við getum í félagslífi skólans því að við skuldum honum svo mikið eftir allt þetta fólk sem hann hefur fært okkur. Núna snýst líf okkar samt allt í kringum að koma Nomo á réttan stað og það verður virkilega gaman að sjá hversu mikil áhrif við getum haft á íslenska fatamarkaðinn eins og hann leggur sig með þessu ævintýri okkar.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk sem hagar sér heimskulega veldur vandræðum, láttu það ekki koma þér úr jafnvægi, reyndu frekar sjá að fyndnu hliðina á því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk sem hagar sér heimskulega veldur vandræðum, láttu það ekki koma þér úr jafnvægi, reyndu frekar sjá að fyndnu hliðina á því.