Nigellu Lawson meinað að fljúga til Bandaríkjanna

Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson.
Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson. mbl.is/AFP

Sjónvarpskokknum Nigellu Lawson var meinað að fljúga til Bandaríkjanna á dögunum þar sem að hún viðurkenndi í réttarhöldunum í nóvember að hafa tekið inn eiturlyf eins og greint var frá á mbl.is á sínum tíma.

Lawson fór til Heathrow-flugvallar á sunnudagsmorgun þar sem hún ætlaði að fjúga til Los Angeles með breska flugfélaginu British Airways. Samkvæmt heimildum HELLO! var Lawson búin að skrá sig í flugið og var komin í gegnum öryggishliðið er henni var sagt að hún fengi ekki að fara um borð í vélinni.

„Hún virtist ekki segja mikið, en hún var ekki ánægð. Henni var bannað að fara um borð í vélina svo að hún neyddist til þess að snúa við,“ sagði heimildarmaður Daily Mail.

Sjónvarpskokkurinn var á leið til Los Angeles til þess að dæma í matreiðsluþættinum The Taste, en komst ekki þar sem að hún hafði viðurkennt að hafa tekið inn eiturlyf nokkrum sinnum, í réttarhöldunum í nóvember.

Daginn fyrir ferðalagið hafði Nigella Lawson birt mynd af sér á Twitter þar sem hún lýsir ánægju sinni á því að hún væri á leið til Bandaríkjanna. „Er að pakka fyrir ferðalagið!“ skrifaði hún undir myndina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson