Nigellu boðið að sækja um vegabréfsáritun

Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson.
Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson. mbl.is/EPA

Nigellu Lawson var meinað að fljúga til Bandaríkjanna á dögunum, en henni hefur nú verið boðið að sækja um vegabréfsáritun til að ferðast til Bandaríkjanna, samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar.  

Lawson fór til Heathrow-flugvallar á sunnudagsmorgun þar sem hún ætlaði að fljúga til Los Angeles með breska flugfélaginu British Airways en var meinað að fljúga þar sem hún viðurkenndi í réttarhöldunum í desember að hún hefði tekið inn kókaín.

Daginn fyrir ferðalagið hafði Nigella Lawson birt mynd af sér á Twitter þar sem hún lýsir ánægju sinni með það að hún sé á leið til Bandaríkjanna. „Er að pakka fyrir ferðalagið!“ skrifaði hún undir myndina.

Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu í Lundúnum hefur henni nú verið boðið að sækja um vegabréfsáritun og var henni lofað að málið yrði „afgreitt fljótlega samkvæmt venju“.

Í réttarhödunum í byrjun desember játaði Nigella Lawson í réttarsal að hafa tekið inn kókaín en sagðist ekki vera háð fíkniefnum. Nigella sagði við réttarhöldin að hún hefði tvisvar notað kókaín. Í fyrra skiptið með fyrrverandi eiginmanni sínum, John Diamond, þegar hann átti við banvæn veikindi að stríða, en hann lést úr krabbameini árið 2001. Hún sagðist sex sinnum hafa notað kókaín með honum eins og greint var frá á mbl.is. 

Seinna skiptið hefði verið í júlí 2010 eftir að hún hefði mátt þola ofbeldi af hálfu eiginmanns síns, Charles Saatchi.

Lawson var búin að skrá sig í flugið og var komin í gegnum öryggishliðið þegar henni var sagt að hún fengi ekki að fara um borð í vélina.

„Hún sagði ekki mikið, en hún var ekki ánægð. Henni var bannað að fara um borð í vélina svo að hún neyddist til þess að snúa við,“ sagði heimildarmaður Daily Mail.

Sjónvarpskokkurinn var á leið til Los Angeles til þess að dæma í matreiðsluþættinum The Taste, en komst ekki þangað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson