Foreldrarnir fengu óboðskort

Það er ekkert pláss fyrir ofbeldisfulla foreldra í brúðkaupi Alyssu ...
Það er ekkert pláss fyrir ofbeldisfulla foreldra í brúðkaupi Alyssu og Alex. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Alyssa Pearce er í óða önn við að skipuleggja brúðkaupsdaginn sinn. Brúðkaupsdagurinn er stór dagur í lífi flestra og eins fyrir nánustu aðstandendur brúðhjónanna en við fyrstu sýn kemur eflaust ekki á óvart að foreldrar Pearce hafi beðið spenntir eftir boðskortinu.

Foreldrar Pearce eru hinsvegar alls ekki hennar nánustu þrátt fyrir blóðtengsl. Í samtali við Buzzfeed segist hún hafa þurft að þola „líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi af hendi tveggja manneskja sem áttu að elska mig og vernda.“ Pearce segir foreldra sína hafa beitt sig miklum þrýstingi í kringum brúðkaupið þar sem þau vildu fá boð og í kjölfarið ákváð hún að senda þeim boðskort. Með boði um að bíta í sig, það er að segja.

Pearce deildi boðskortinu á Reddit sem mbl.is gerir hér tilraun til að heiðarlega tilraun til að þýða en upprunalegu útgáfuna má sjá hér að neðan.

„Ásamt vinum okkar of fjölskyldu, bjóða Alex og Alyssa ykkur að bíta í ykkur og baða ykkur í hamingju okkar, biturleika ykkar, og gagnkvæmu ergelsi okkar út í tilveru ykkar, í því sem við hunsum hana algerlega og fögnum hjónabandi okkar án ykkar. Það verður yndisleg athöfn, sem fylgt verður eftir með köku, mat og almennri gleði. Og ykkur er ekki boðið í neinn hluta af því. Af því að fokkið ykkur.“

Á Reddit bætti Pearce við að hún hyggðist ganga ein inn kirkjugólfið þegar kemur að athöfninni enda sé það aðeins nógu breitt fyrir eina æðislega manneskju.

mbl.is