Kate Moss vísað úr flugvél

Kate Moss.
Kate Moss. mbl.is/Rauters

Breska ofurfyrirsætan Kate Moss var í gær leidd út úr flugvél easyJet á Luton flugvellinum í London í fylgd lögreglu fyrir dólgslæti í vélinni. Moss var að koma frá Bodrum í Tyrklandi, en við lendingu þurftu flugþjónar að kalla til lögreglu vegna hegðunar hennar.

Að sögn annarra farþega hafði Moss drukkið mikið vodka í fluginu og varð reið þegar henni var neitað um meira áfengi um borð. Þá lenti hún í rifrildi við annan farþega og kallaði flugmanninn öllum illum nöfnum. 

Lögregluþjónar biðu hennar við komuna til London og fylgdu henni út, en hún var ekki handtekin né kærð vegna málsins. Lögregla og talsmaður flugfélagsins staðfestu að um slæma hegðun eins farþega hafi verið að ræða.

Moss, sem er 41 árs og ein frægasta fyrirsæta heims, hafði verið í Tyrklandi til að fagna fimmtugsafmæli góðvinkonu sinnar Sadie Frost.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson