Glowie var hunsuð og henni strítt

Sara Pétursdóttir, söngkonan Glowie.
Sara Pétursdóttir, söngkonan Glowie. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sara Pétursdóttir, sem er  betur þekkt sem Glowie, hefur notið vinsælda sem söngkona upp á síðkastið. Hún fór með sigur af hólmi í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Tækniskólans í fyrra og í kjölfarið hóf hún samstarf við SWG eða Stop Wait Go-upptökuteymið. Lag þeirra No More hefur verið sérlega vinsælt í íslensku útvarpi.

Hvenær byrjaðirðu að syngja?

„Það byrjaði allt með því að pabbi setti upp lítið stúdíó heima þegar ég var svona níu ára – hann var sjálfur söngvari – og tók mig upp að syngja nokkur lög. Ég hlustaði svo á sjálfa mig aftur og aftur þar til ég fann hluti sem ég vildi breyta eða syngja öðruvísi og æfði mig þannig í mörg ár.“

Hefur þig alltaf langað til að verða atvinnusöngkona?

„Mig hefur dreymt um söng sem atvinnu síðan ég man eftir mér. Það sem ég sagðist vilja verða þegar ég var yngri var söngkona, dansari og listmálari, og það hefur ekkert breyst.“

Hvernig var að vinna Söngvakeppni framhaldsskólanna?

„Í fyrstu þorði ég engan veginn að taka þátt en svo ýttu allir á eftir mér þannig að ég ákvað loks að taka þátt með einu af mínum uppáhaldslögum, „Make you feel my love“, eftir Bob Dylan. Ég spáði nákvæmlega ekkert í úrslitin, það eina sem ég hugsaði um var að einbeita mér að því að koma laginu frá mér eins og ég vildi og hafa gaman af þessu. Að koma fram á sviði og syngja úr mér hjartað er það besta og skemmtilegasta sem ég geri.“

Gerirðu eitthvað fleira listatengt?

„Ég var í Listdansskóla JSB frá átta ára til sextán ára aldurs, en ég hætti vegna þess að mér leið ekki vel félagslega, þótt ég elskaði að dansa. Svo teiknaði ég mjög mikið, sérstaklega á grunnskólaárunum, því ég var mikið hunsuð og strítt. Þá fannst mér best að fara einhvert til að vera ein, hlusta á ipodinn minn, teikna og gjörsamlega gleyma mér í listinni.“

Hvernig kom nafnið Glowie til og samstarfið við SWG?

„Pálmi úr SWG hafði samband beint eftir söngkeppnina í fyrra og vildi gera tónlist með mér en hann var úti í Los Angeles, svo við sendum bara hugmyndir á milli okkar á netinu og svo kom á endanum þetta nýja lag, No More.“

Hvernig hefur það samstarf gengið?

„Strákarnir í SWG eru snillingar og ég er mjög þakklát fyrir það sem þeir eru búnir að gera fyrir mig, það hefur farið rosaleg vinna í þetta lag og myndbandið svo ég er endalaust þakklát.“

Hvernig finnst þér að vera komin á „radarinn“ sem söngkona?

„Það er svolítið skrýtin tilfinning og sérstaklega skrýtið að heyra mann sjálfan syngja í útvarpinu, en annars bara æðislegt.“

Hvert er framhaldið?

„Ég stefni langt, draumurinn er að hafa söng sem atvinnu og vinna með þeim stóru í framtíðinni. Það eru tvö stór plötufyrirtæki frá Bandaríkjunum búin að hafa samband við SWG út af laginu mínu, sem er mjög spennandi. Málið er samt enn á því stigi að ég má ekki segja meira frá því.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson