Eiginkona Johnny Depp mætti ekki

Hjónin Johnny Depp og Amber Heard.
Hjónin Johnny Depp og Amber Heard. AFP

Aðalmeðferð í máli gegn Amber Heard, leikkonu og eiginkonu leikarans Johnny Depp, var frestað í morgun þegar hún mætti ekki fyrir dóminn. Konan er ákærð fyrir að hafa flutt tvo hunda þeirra ólöglega inn í landið

Dýrin komu til Queensland með einkaflugvél en þar var leikarinn við upptökur á kvikmyndinni Pirates of the Caribbiean: Dead Men Tell No Tales. Hjónin fengu fljótlega þau skilaboð að dýrunum yrði lógað, færu þau ekki með hundana Pistol og Boo úr landi þegar í stað.

Samkvæmt lögum í Ástralíu verður að tilkynna um komu hunda sem koma til landsins frá Bandaríkjunum og þá verða þeir einnig að dvelja í einangrun í tíu daga. Málið verður næst tekið fyrir 2. nóvember. Heard gætti átt yfir höfði sér sekt eða allt að tíu ára fangelsisvist.

Frétt mbl.is: Ákærð fyrir hundasmyglið

Frétt mbl.is: Hundarnir sendir heim í einkaþotu

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
Loka