Ákærð fyrir hundasmyglið

Johnny Depp og Amber Heard.
Johnny Depp og Amber Heard. AFP

Amber Heard, eiginkona leikarans Johnnys Depps, hefur verið ákærð fyrir að flytja tvo hunda þeirra hjóna ólöglega til Ástralíu. Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar kemur fram að viðurlög við brotinu geti verið allt að tíu ára fangelsi.

Parið kom með hunda sína, sem eru af Yorkshire-kyni, til Ástralíu í maí er Depp var þar við tökur á nýjustu kvikmyndinni um sjóræningjann Jack Sparrow. Hundarnir, Pistol og Boo, voru fluttir þangað um borð í einkaþotu. 

Landbúnaðarráðherra Ástralíu komst á snoðir um málið og sagði við það tilefni: „Ef við leyfum kvikmyndastjörnum, jafnvel þó að þær hafi verið kosnar kynþokkafyllstu manneskjur heims tvisvar, að koma til landsins okkar með gæludýr, af hverju brjótum við þá ekki lögin fyrir alla?“

Frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg